A A A

Black is black, I want my trouses back.

Árið 1966 þegar 100 ára afmæli Ísafjarðar var haldið hátíðlegt vorum við í einkennisbúningum þ.e. hvítum buxum og bleikum skyrtum. Árni Búbba var þá söngvari hljómsveitarinnar.

Eitt sinn vorum við að koma frá því að spila á Súganda, og Árni sem var mikil fjallageit fékk óstjórnlega löngun til að ganga uppá fjall og stökk út úr rútunni og stefndi til fjalls og sást ekki meir.

Við gáfumst upp á að bíða og héldum heim, fréttist ekkert af honum fyrr en daginn eftir þá komin til byggða og fínu hvítu buxurnar orðnar grænar eftir viðureign við grænar hlíðar Súgandafjarðar, þvottur var reyndur en án árangurs þannig að texta á einu vinsælasta lagi það sumarið var breytt og sungið "Black is black, I want my trouses back."
Vefumsjón