A A A

Ný nótnabók frá BG, 21 danslög

Nótnabókin inniheldur 21 danslög sem BG hefur samið í gegnum árin. Lögin eru útsett fyrir harmoniku og bassa með hljómum fyrir gítar og hljómborð.

Nótnabókin er til sölu í EG-Tónum Akureyri(sími 660-1648) og í Reykjavík(sími 824-7610)

Diskur frá BG, Haust

Haust
Haust
Diskurinn sem kom út fyrir jólin 2010 er til sölu í Vestfirzku verzluninni, Ísafirði og hér.
Hann inniheldur 14 frumsamin lög sem öll eru flutt af BG ásamt valinkunnu tónlistarfólki frá Ísafirði.

Baldur Geirmundsson

Baldur Björn Geirmundsson fæddist að Látrum í Aðalvík 15.október 1937. Foreldrar voru Guðmunda Regína Sigurðardóttir frá Látrum og Geirmundur Júlíusson frá Atlastöðum í Fljótavík, sem bæði eru látin.

Börn þeirra urðu 7, 6 synir og ein dóttir. Halldór, Gunnar, Sigurlíni, Helgi, Ásta, Baldur og Karl.

 

 

Fjölskyldan flutti til Fljótavíkur vorið 1938 og byggði sér nýbýli sem nefnt var Skjaldabreið, bjuggu þau þar til ársins 1945, er þau fluttu aftur til Aðalvíkur og bjuggu þar í eitt ár, en þaðan flutti fjölskyldan til Hnífsdals í júni 1946.

 

Baldur er giftur Karitas Pálsdóttur og eru þau búsett á Ísafirði. Eiga þau 4 syni, Baldur átti eina dóttir fyrir.

 

 

 

 

Vefumsjón