Baldur Björn Geirmundsson fæddist að Látrum í Aðalvík 15.október 1937. Foreldrar voru Guðmunda Regína Sigurðardóttir frá Látrum og Geirmundur Júlíusson frá Atlastöðum í Fljótavík, sem bæði eru látin.
Börn þeirra urðu 7, 6 synir og ein dóttir. Halldór, Gunnar, Sigurlíni, Helgi, Ásta, Baldur og Karl.
Fjölskyldan flutti til Fljótavíkur vorið 1938 og byggði sér nýbýli sem nefnt var Skjaldabreið, bjuggu þau þar til ársins 1945, er þau fluttu aftur til Aðalvíkur og bjuggu þar í eitt ár, en þaðan flutti fjölskyldan til Hnífsdals í júni 1946.
Baldur er giftur Karitas Pálsdóttur og eru þau búsett á Ísafirði. Eiga þau 4 syni, Baldur átti eina dóttir fyrir.