A A A
Nú í sumar mun hljómsveitin B.G. frá Ísafirði skemmta landsmönnum á ný eftir eins sumars hlé. Fyrirhugað er að ferðast vítt og breitt um landið og er undirbúningur að því í fullum gangi.

Nafni hljómsveitarinnar hefur verið breytt úr B.G og Ingibjörg í B.G. Flokkurinn. Liðsmenn flokksins eru allir sömu og voru í B.G. og Ingibjörg að viðbættum einum. B.G. Flokkinn skipa þá: Baldur Geirmundsson (hljómborð & saxafón) Samúel Einarsson (bassi) Ingibjörg G. Guðmundsd. (söngur m.m.) Ólafur Guðmundsson (söngur & gítar) Svanfríður Arnórsdóttir (söngur m.m.) Rúnar H. Vilbergsson (trommur) og Karl Geirmundsson (gítar m.m.) en hann er jafnframt framkvæmdastjóri og umboðsmaður hljómsveitarinnar.

Fyrsti dansleikurinn, sem hljómsveitin leikur á í sumar verður í Hnífsdal föstudaginn 30. júní.
Vefumsjón